Hugleiðingar inn að næsta tímabili

Kai Havertz og Marc Cucurella eru sagðir meðal 12 leikmanna Chelsea sem eru til sölu í sumar þegar Mauricio Pochettino tekur við.

Pochettino hefur samið við Chelsea til tveggja ára með möguleika á auka ári eftir að okkar ástsæli Frank Lampard, sem kom félaginu til aðstoðar eftir að sérfræðingurinn hr. Boyle tók við. Boyle hefur reyndar lofað að minnka hlutdeild sína í frekari samskiptum við búningsherbergið. Vonandi er hann ekki að halda því hátterni áfram. Þá væri ég frekar til í að John okkar Terry tæki við því hlutverki með Diego Costa með handklæði og hnút. Engin köld böð eða nudd.

Aubameyang gæti snúið aftur til Barcelona fyrir mun minna en 12 milljónir punda sem Chelsea greiddi Katalónunum fyrir að fá hann síðasta sumar.

Edouard Mendy, Christian Pulisic, Ruben Loftus-Cheek og Hakim Ziyech er einnig frjálst að fara en Mateo Kovacic, Marc Cucurella og Kai Havertz gætu um leið farið.
Farið hefur fé betra ef ég má taka þannig til orða.

Cesar Azpilicueta gæti einnig farið eftir meira en áratug hjá Chelsea en það er ákveðin pattstaða við Mason Mount vegna framlengingar á samningsákvæðum sem gæti orðið til þess að hann yfirgefi Stamford Bridge, þó að fregnir bendi til þess að Pochettino vilji að enska landsliðið verði áfram.
Nú er að vona, að nýr stjóri verði ekki rekinn áður en hann tekur við störfum.

Undirritaður er mjög skeptískur á þessar hrókeringar sl. 3 ár. Ekki gott, en gæti alla vega ekki versnað.

Kristján Þór Árnason Helguson

Ritari Chelsea klúbbsins á Íslandi

Upp