Aðalfundur, happdrætti og uppboð á áritaðri keppnistreyju

keppnistreyjaÁgætu félagar.
Aðalfundur Chelsea klúbbsins á Íslandi verður haldinn að Háteigi B á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 19. október n.k. og hefst fundurinn kl. 12:30.
Á meðal atriða verður uppboð á Chelsea keppnistreyju, áritaðri af Evrópudeildarmeisturum Chelsea, og mun innkoma vegna uppboðsins renna óskipt til góðs málefnis, þ.e. í Minningar- & styrktarsjóð Chelsea klúbbsins en tilgangur sjóðsins er, m.a., að bjóða skjólstæðingum Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna á leiki með Chelsea Football Club. Hér má sjá pistil um skemmtilega ferð sem var farin í apríl sl. (2013)

Fram hafa komið áskoranir um að gefa þeim er ekki hafa tök á að mæta á aðalfundinn á laugardag sem og öðrum áhugasömum færi á að bjóða í treyjuna og hefur stjórn Chelsea klúbbsins ákveðið að verða við þeim áskorunum!

Uppboðsferlið

Framkvæmdin er einföld, áhugasamir senda inn tilboð með tölvupósti á netfang chelsea@chelsea.is, nýjustu tölur hverju sinni verða uppfærðar á heimasíðu Chelsea klúbbsins á Íslandi, www.chelsea.is og hæsta tilboð sem berst með þessum hætti fyrir kl. 11:00 á laugardag verður svo byrjunarupphæð uppboðsins á treyjunni á aðalfundinum.

Ekki flókið, upp með veskin, styðjum gott málefni!

Með meistarakveðju,
Stjórn Chelsea klúbbsins á Íslandi.

 

Tilboð sem borist hafa:

10.000 kr. 
16. október 2013 15:58

50.000 kr.
16. október 2013 18:47

75.000 kr.
16. október 2013 22:35

 

Upp