Úrslit í Tippleik Chelsea.is 2016 – 2017

Úrslit í Tippleik Chelsea.is 2016 – 2017 voru kunngerð á félagsfundi í Ölveri sl. laugardag.

Það fór ekki framhjá Tipplingum að tæknilegir örðugleikar voru að stríða okkur í byrjun tímabilsins, allir fjórir leikir Chelsea í ágústmánuði voru í tómu tjóni hjá nokkrum Tipplingum og því miður tókst þeim aðila er sá um tæknimál Tippleiksins ekki að leysa vandamálið fyrir lok tímabilsins þrátt fyrir fögur fyrirheit þar um.

Því var sú ákvörðun tekin af umsjónarmönnum Tippleiksins og stjórn félagsins að fella ágústmánuð út úr heildarskorinu en veita þó einstaklingsverðlaun fyrir mánuðinn þar eð sá er skoraði þar mest vann mánuðinn með afgerandi hætti.

Því voru veitt verðlaun fyrir hæsta skor í hverjum mánuði Tippleiksins og að auki fyrir heildarskor að ágústmánuði frádregnum.

Alls voru veitt 23 mánaðarverðlaun en suma mánuði deildu allt að 6 Tipplingar með sér efsta sætinu, 15 Tipplingar fengu gjafabréf frá Rikka Chan að launum, 8 Tipplingar gjafabréf frá American Bar en þeir voru þá vinna til mánaðarverðlauna í annað sinn og þá fékk einn Tipplingur gjafabréf frá Rikka Chan samkvæmt slembiúrtaki á meðal þátttakenda, burtséð frá árangri viðkomandi!

Síðast en ekki síst voru veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin í heildina, þar voru verðlaunin ekki af verri endanum, t.d. gjafabréf frá Hótel Holti, Bed & Breakfast Keflavíkurflugvelli, Kjötsmiðjunni, Gaman Ferðum & American Bar.

Vinningshafar fyrir einstaka mánuði:

Ágúst   Arnór Hillers

September   Þórhallur Sverrisson

Október Karl H Hillers, Sigurður Þ K Þorsteinsson 

Nóvember    Arnór Hillers, Birgir Ottó Hillers, Edda Guðmundsdóttir, Guðmundur Örn Árnason, Jóhannes Elíasson, Óttar Hillers

Desember    Birgir Ottó Hillers, Jóhann Freyr Guðmundsson

Janúar     Jóhannes Elíasson, Kristján Magnússon

Febrúar Björn Ágúst Júlíusson, Bragi Hinrik Magnússon, Edda Guðmundsdóttir

Mars    Karl H Hillers, Óttar Hillers, Steinar Harðarson

Apríl     Hörður Páll Steinarsson, Steinar Harðarson

Maí  ÞórhallurSverrisson

Slembiúrtak Kristján Ólafur Guðnason

Sigurvegari Tippleiks Chelsea.is 2016 -2017 reyndist vera Birgir Ottó Hillers, í öðru sæti lenti Þórhallur Sverrisson, jafnir í þriðja til fjórða sæti urðu þeir Arnór Hillers og Steinar Harðarson og í fimmta sæti lenti Víðir Ragnarsson.

Alls tippuðu 33 Tipplingar í leiknum að þessu sinn með misjöfnum árangri en það er aldrei hægt að tapa á þátttöku í þessum bráðskemmtilega leik, meira að segja von í vinning burtséð frá árangri! Að endingu vilja umsjónarmenn þakka öllum þeim er þátt tóku, óskum vinningshöfum til hamingju og færum öllum þeim er gáfu vinninga í leikinn bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Meistarakveðja

Upp