Tilfærsla á leikjum í desember og janúar

Átta af leikjum Chelsea í Úrvalsdeildinni í desember og janúar hafa verið færðir til vegna beinna útsendinga í sjónvarpi:

Watford vs Chelsea, fer fram á Vicarage Road Stadium miðvikudagskvöldið 1. desember og hefst kl. 19:30, sýndur beint á Amazon Prime.

West Ham United vs Chelsea, fer fram á London Stadium laugardaginn 4. desember og hefst kl. 12:30, sýndur beint á BT Sport.

Chelsea vs Everton, fer fram á Stamford Bridge fimmtudaginn 16. desember og hefst kl. 19:45, sýndur beint á BT Sport.

Wolverhampton Wanderes vs Chelsea, fer fram á Molineux sunnudaginn 19. desember og hefst kl. 14:00, þessi leikur er EKKI sýndur beint á ensku sjónvarpsstöðvunum.

Aston Villa vs Chelsea, fer fram á Villa Park sunnudaginn 26. desember og hefst kl. 17:30, sýndur beint á SKY Sports.

Chelsea vs Brighton & Hove Albion, fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 29. desember og hefst kl. 19:30, sýndur beint á Amazon Prime.

Chelsea vs Liverpool, fer fram á Stamford Bridge sunnudaginn 2. janúar og hefst kl. 16:30, sýndur beint á SKY Sports.

*ATH. Leikjum Chelsea gegn Everton 15. desember og útileikur gegn Wolverhampton Wanderes 18. desember kann að vera frestað um óákveðinn tíma vegna þátttöku Chelsea í heimsmeistaramóti félagsliða sem upphaflega var fyrirhugað að færi fram í Japan dagana 9. – 19. desember.

Japanir hafa gefið frá sér að halda keppnina þetta árið vegna Covid-19 og hefur nýr keppnisstaður og mögulegir keppnistímar ekki enn verið ákveðnir af FIFA, ákvörðun ætti að liggja fyrir á morgun, 20. október, samkvæmt síðustu heimildum.

Upp