Miðakaup og forkaupsréttur

Alla jafnan gildir forkaupsréttur okkar á miðum á heimaleiki Chelsea þar til 48 dögum fyrir viðkomandi leik, á útileiki 35 dögum fyrir viðkomandi leik, forkaupsréttur gildir þó ekki um leiki í undanúrslitum og úrslitum ensku bikarkeppnanna né Meistaradeildar Evrópu eða Evrópudeildarinnar.

Ef eftirspurn reynist meiri en  framboð („Oversubscribed“) er miðum úthlutað til Platinum klúbbanna hlutfallslega, hvað þýðir það, jú Platinum klúbbarnir fá ákveðinn fjölda miða til skiptanna á hvern leik í forkaupsréttinum, sæki þeir um fleiri miða en er til skiptanna fá þeir miða í hlutfalli við eftirspurn vs framboð.

Chelsea Football Club áskilur sér rétt til að bregða út af ofangreindum reglum telji félagið ástæðu til.

Að loknum forkaupsrétti höfum við samt sem áður tækifæri á kaupum á miðum á leiki með Chelsea en þá gildir yfirleitt reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ eftir að miðar eru settir í almenna sölu til félagsmanna, undantekning er þó ef um leiki sem falla undir Loyalty Points regluna (nánar um hana síðar) er að ræða, þá þurfa félagsmenn að ráða yfir tilteknum fjölda Loyalty punkta hverju sinni.

Jafnframt eigum við ætíð möguleika á að kaupa miða af ársmiðahöfum er ætla ekki að nýta miða sína á tiltekna leiki, fara slík kaup í gegnum Ticket Exchange kerfið hjá Chelsea Football Club og er verð miða þar hið sama og almennt gerist til félagsmanna.

Miðar í Ticket Exchange fara í sölu u.þ.b. sex vikum fyrir viðkomandi leik og sölu lýkur kl. 15:00 (UK tími) síðasta virkan dag fyrir leik.

Í öllum ofangreindum tilfellum gildir reglan „One ticket per member“, þ.e.a.s. að hver félagsmaður getur einungis keypt einn miða á leik hverju sinni og er óheimilt með öllu að framselja hann eða gefa öðrum, verði félagsmenn staðnir að slíku kunna þeir að vera útilokaðir frá miðakaupum um lengri eða skemmri tíma.

Þá skal þess getið að greiða ber staðfestingar- & tryggingargjald til klúbbsins (formanns) áður en pöntun er send til Chelsea Football Club hverju sinni, upplýsingar þar um væntanlegar síðar.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Með meistarakveðju,

Stjórnin.

Upp