Það er stjórn Chelsea klúbbsins sönn ánægja að tilkynna ykkur að í dag var undirritaður samstarfssamningur á milli Chelsea klúbbsins á Íslandi og Dekkjahallarinnar, umboðsaðila Yokohama á Íslandi og gildir samningurinn til næstu þriggja ára með endurskoðunarákvæði í júlímánuði ár hvert.
Samningur þessi er mjög ásættanlegur, bæði fyrir Chelsea klúbbinn sem slíkan og þá ekki síður fyrir þá félagsmenn er sjá sér hag í að nýta sér það sem samningurinn býður upp á. Ber þar helst að nefna álitlega peningagreiðslu til klúbbsins sem og ríflegs afsláttar til félagsmanna, bæði hvað varðar umfelganir hjá Dekkjahöllinni (15%) sem og á verði Yokohama hjólbarða (22% frá listaverði), hvoru tveggja gegn framvísun gilds félagsskírteinis frá Chelsea klúbbnum.
Þá má ekki gleyma að Dekkjahöllin leggur Chelsea klúbbnum til veglegan vinning til nota í annað hvort vor- eða hausthappdrætti klúbbsins!
Undirritun samningsins fór fram við Dekkjahöllina að Skútuvogi 12 fyrr í dag og hann undirrituðu Jóhann Jónsson, markaðs- og birgðastjóri, fyrir hönd Dekkjahallarinnar og varaformaður Chelsea klúbbsins, Helgi Rúnar Magnússon ásamt gjaldkera klúbbsins, Magnúsi Helga Jakobssyni, fyrir hönd Chelsea klúbbsins.
Og það er nokkuð augljóst af þessari mynd að veðurguðirnir höfðu velþóknun á gjörningi þessum J
Svo hvetjum við alla þá félagsmenn Chelsea klúbbsins sem yfir sjálfrennireiðum ráða að beina viðskiptum sínum til Dekkjahallarinnar er kemur að kaupum á hjólbörðum og/eða umfelgun.
Dekkjahöllin er með þjónustustöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík (Skeifunni 5 og Skútuvogi 12).
Allir á YOKOHAMA!
Með meistarakveðju,Stjórnin.