Willum Þór Þórsson valinn heiðursfélagi á aðalfundi Chelsea klúbbsins á Íslandi 2024

Willum Þór Þórsson var útnefndur heiðursfélagi Chelsea-klúbbsins á Íslandi á aðalfundi klúbbsins þann 28. september 2024 og er Willum tólfti einstaklingurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi.

Willum er flestum landsmönnum vel kunnur fyrir framgöngu sína í íþróttum, bæði sem leikmaður og þjálfari, einnig sem kennari og þá ekki hvað síst fyrir aðkomu að landsmálum vegna starfa sinna sem stjórnmálamaður og nú heilbrigðisráðherra.

Willum hefur verið harður stuðningsmaður Chelsea Football Club um áratuga skeið og sérstakur leikgreinandi Chelsea-klúbbsins á aðalfundum klúbbsins vegna beinna útsendinga frá leikjum Chelsea í tengslum við aðalfundina, eru þau skipti sem Willum hefur látið sig vanta vegna þessa það sem af er þessari öld teljandi á fingrum annarrar handar og það er ávallt mikil tilhlökkun á meðal aðalfundargesta að heyra hvað Willum hefur fram að færa um Chelsea-liðið hverju sinni og nánast um allt á milli himins og jarðar er kemur að Chelsea Football Club.

Willum Þór hefur með þessu sýnt félagsmönnum Chelsea-klúbbsins mikla velvild og heiður þrátt fyrir oft miklar annir á öðrum vettvangi, hann er vel að nafnbótinni Heiðursfélagi Chelsea-klúbbsins kominn.

Upp