Vorhappdrætti – góð þátttaka félagsmanna

5. jún. 2025

Dregið var í vorhappdrætti Chelsea-klúbbsins á Íslandi á félagsfundi þriðjudaginn 3. júní og skiptu 23 félagsmenn með sér 29 vinningum að þessu sinni auk þess sem þrír fundargestir hlutu glaðning fyrir það eitt að mæta á fundinn.

Samband hefur verið haft við þá vinningshafa er ekki voru viðstaddir dráttinn og ráðstafanir gerðar til að koma vinningum til skila til viðkomandi.

Mjög góð þátttaka var í happdrættinu og færum við þátttakendum sem og gefendum vinninga bestu þakkir fyrir þeirra framlag, þá óskum við jafnframt vinningshöfum til hamingju og megi þeir njóta.

Meistarakveðja,

Stjórnin.

Joii
EiríkssonKjötsmiðjan
American Bar
Car RentalHársnyrtistofan