Úthlutun úr Minningar- og styrktarsjóði Chelsea klúbbsins á Íslandi

Frá því að Chelsea klúbburinn á Íslandi var stofnaður í mars 1997 höfum við búið við þau forréttindi að félagsmenn, styrktaraðilar og aðrir velunnarar klúbbsins hafa lagt til styrki og framlög til að veita langveikum og krabbameinssjúkum börnum ásamt aðstandendum tækifæri að fara til Englands og upplifa ferð á Stamford Bridge með góðum ferðafélögum; sjá leik með Chelsea Football Club, hitta leikmenn liðsins og fara í skoðunarferðir um Stamford Bridge.

Chelsea klúbburinn á Íslandi heldur utan um Minningar- og styrktarsjóð sem stofnaður var í nóvember 2009 til minningar um Rikka Chan sem var mikill og
einlægur fylgismaður Chelsea Football Club og heiðursfélagi í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

Markmið sjóðsins er að búa til vettvang fyrir þá sem minna mega sín vegna veikinda eða annarra erfiðra aðstæðna að upplifa þá stemmingu og tilfinningu
að vera hluti af stórri fjölskyldu sem Chelsea Football Club er. Að þessu sinni bjóðum við tveimur skjólstæðingum Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna (SKB), þeim Birni Mána Andrasyni og Arnari Herði Bjarnasyni auk ferðafélaga á leik Chelsea gegn WBA sunnudaginn 11. desember n.k. Fulltrúar klúbbsins afhentu þeim gjafabréf þessu til staðfestingar í húsakynnum SKB að Hlíðarsmára 14, Kópavogi, miðvikudaginn 7. desember sl.

Þar var ferðaplanið jafnframt kynnt nánar.

Þess má geta að þetta í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Minningar- og styrktarsjóðnum en eins og áður kom fram höfum við í Chelsea klúbbnum á
Íslandi áður staðið fyrir ámóta boðsferðum og þá með stuðningi félagsmanna ásamt styrktar- & samstarfsaðilum klúbbsins og eru þeim öllum færðar bestu
þakkir fyrir.

Á myndinni eru: Helgi Rúnar Magnússon, Chelsea klúbbnum, Þorkell Helgi Björgvinsson, faðir Björns Mána, Björn Máni, Arnar Hörður, Ólafur Ingi,bróðir Arnars og Þórhallur Sverrisson, Chelsea klúbbnum. Mareyju Eddu, systir Björns Mána, vantar á myndina en hún fer með í þessa ferð.

Upp