Thomas Tuchel gæti verið næsti knattspyrnustjóri Bayern München en hann var rekinn frá Chelsea á dögunum.
Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri Bayern München, er valtur í sessi eftir slæma byrjun á leiktíðinni hjá Bayern. Liðið tapaði fyrir Augsburg um helgina og er í fimmta sæti með tólf stig eftir sjö leiki.
Bild í Þýskalandi segir leikmenn Bayern ósátta við aðferðir Nagelsmann og að hann sé heldur duglegur að gagnrýna leikmenn, fremur en að taka ábyrgð sjálfur.
Miðilinn greinir einnig frá að Tuchel sé mikils metinn hjá forráðamönnum Bayern, en hann hefur einnig stýrt Borussia Dortmund og París SG.