Tilfærsla á leikjum vegna sjónvarpsútsendinga, forkaupsréttur á miðum o.fl.

Nú er ljóst að Chelsea mætir Scunthorpe United í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge sunnudaginn 10. janúar 2016 og hefst hann kl. 14:00 og verður hann í beinni útsendingu á BT Sport.

Leikur Chelsea gegn Manchester United sem fyrirhugaður var laugardaginn 6. febrúar 2016 hefur nú verið fluttur til sunnudagsins 7. febrúar n.k. og hefst hann kl. 16:00.

ATHUGIÐ að þessi leikur fellur undir Loyalty Points regluna hjá Chelsea Football Club og þurfa félagar í Chelsea klúbbnum á Íslandi að búa yfir 10 punktum til að eiga möguleika á miðum á þennan leik í forkaupsrétti sem lýkur laugardagskvöldið 19. desember kl. 23:00.

Þá hefur leikur Chelsea gegn Newcastle United sem fram á að fara á Stamford Bridge laugardaginn 13. febrúar n.k. verið færður til kl. 17:30 sama dag, forkaupsréttur á miðum er til kl. 23:00 laugardaginn 26. desember.

Leikirnir verða báðir sýndir beint á SKY SPORTS.

Þá er komið tilboð frá The Millennium & Copthorne Hotels í hótelpakka á leik Chelsea v Parist Saint Germain í Meistaradeild Evrópu en leikurinn fer fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 9. mars 2016.

Við kynnum þetta tilboð nánar á morgun, bæði með tölvupósti sem og á Chelsea.is og FC Chelsea á Íslandi.

Ekki er vitað á þessari stundu með forkaupsrétt okkar á miðum á þennan leik né hversu marga tryggðarpunkta Chelsea mun krefjast af félagsmönnum vegna kaupa á miðum á leikinn.

Færum ykkur fréttir af þeim málum um leið og þær berast úr höfuðstöðvunum.

Meistarakveðja.

Upp