Nú liggur fyrir hvaða leikir með Chelsea í Úrvalsdeildinni í ágúst og september verða fluttir til vegna beinna útsendinga frá þeim í sjónvarpi og verða tveir leikjanna fluttir frá laugardegi til sunnudags og einn laugardagsleikur
verður að kvöldleik þann sama dag en þessir þrír leikir eru sem hér segir:
- Tottenham Hotspur vs Chelsea, fer fram sunnudaginn 20. ágúst og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma, leikurinn sem fer fram á Wemley verður sýndur beint á SKY SPORT.
- Chelsea vs Arsenal, fer fram sunnudaginn 17. september og hefst kl. 12:30, sýndur beint á SKY SPORT.
- Chelsea vs Manchester City, fer fram laugardaginn 30. september og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT Sport.
- Leikir í október og nóvember, tilkynnt 11. ágúst.Leikir í desember og janúar, tilkynnt 12. október.
- Leikir í febrúar, tilkynnt 12. desember.Leikir í mars, tilkynnt 25. janúar.
- Leikir í apríl, tilkynnt 26. febrúar.
- Leikir í maí, tilkynnt 6. apríl*
- *Leikir í lokaumferðinni tilkynntir er öll liðin hafa klárað 37 umferðir!
Andstæðingur, leikdagur og leikstaður í þriðju umferð Carabao Cup sem fram fer 20. september n.k. ætti að liggja fyrir seinni part ágústmánaðar. Dregið verður í Meistaradeildinni þegar leikjum í undankeppninni lýkur sem verður væntanlega í síðustu viku ágústmánaðar!
Andstæðingur, leikdagur og leikstaður í þriðju umferð FA Cup sem fram fer 6. janúar 2018 ætti að liggja fyrir 3. desember n.k.