Grand Hótel Reykjavík býður upp á sérstök kjör til félagsmanna varðandi gistingu á hótelinu í tengslum við aðalfundinn n.k. laugardag! Gistitilboð: Tveggja manna herbergi á kr. 18.900.- m/morgunverði (kr. 9.450.- á mann) – bókanir berist á johann @grand.is
Minnum í leiðinni á aðalfund Chelsea klúbbsins á Íslandi 2017 sem verður haldinn í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 28. október kl. 14:30, fundarstjóri Ingvar J. Viktorsson. Auk lögboðinnar dagskrár aðalfundar félagsins verður m.a. dregið í happdrættum
Chelsea klúbbsins, venju samkvæmt eru í aðalflokknum nöfn þeirra er greiddu árgjald vegna yfirstandandi starfsárs fyrir fyrsta leik Chelsea í Úrvalsdeildinni á keppnistímabilinu, þá verður dregið í sérstökum flokki barna og unglinga og lokaflokkinn sem dregið er úr skipa þeir er mæta á aðalfundinn.
Veglegir vinningar að vanda, t.d. umfelgunarpakkar frá Dekkjahöllinni, Chelsea keppnistreyja og fótbolti, hvoru tveggja áritað af leikmönnum Chelsea, gjafabréf frá Gaman Ferðum, Jóa útherja, Kjötsmiðjunni, Kormáki & Skildi, Grand Hótel o.fl., o.fl. Að fundi loknum verður svo fylgst með leik Bournemouth og Chelsea í Úrvalsdeildinni í beinni útsendingu frá The Vitality Stadium en leikur liðanna hefst kl. 16:30. Willum Þór mun mæta á staðinn og hita upp fyrir leikinn með fundargestum.
Líkt og áður verða veitingar í boði Chelsea klúbbsins á staðnum og til að auðvelda okkur sem og starfsmönnum Grand Hótels Reykjavíkur að áætla umfang veitinga viljum við biðja þá félagsmenn er hyggja á mætingu að senda okkur tölvupóst þar um á chelsea@chelsea.is fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 26. október.
Orkan verður með sérstakan Ofurdag fyrir handhafa Chelsea Orkulykils/korts í tilefni dagsins, því er um að gera fyrir þá félagsmenn sem hafa ekki enn sem komið er tryggt sér Chelsea Orkulykil/kort að drífa í slíku, smella á Orkuna á forsíðu www.chelsea.is og framhaldið er barnaleikur einn.
Athugið að eingöngu þeir sem greitt hafa árgjald til klúbbsins vegna yfirstandandi starfsárs er heimil þátttaka í fundinum.
Nánar um aðalfundinn eftir helgi.