Verður þú í liði með Englandsmeisturunum á næsta ári?
Athugið að hver sá sem greiðir árgjald til Chelsea klúbbsins fyrir 1. ágúst 2015 fær sjálfkrafa 5 tryggðarpunkta (Loyalty Points) hjá Chelsea Football Club en það er sá punktafjöldi sem Chelsea kann að krefjast að hver sá ráði yfir sem sækir um miða á leiki með Chelsea á Stamford Bridge gegn Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur í Úrvaldsdeildinni keppnistímabilið 2015 / 2016 en færri punkta þarf til vegna leikja á Stamford Bridge gegn öðrum liðum Úrvalsdeildarinnar.
Chelsea Football Club áskilur sér þó rétt til að beita Tryggðarpunktareglunni í öðrum tilfellum ef svo ber undir, t.d. á útileiki Chelsea í Úrvalsdeildinni gegn öðrum Lundúnaliðum, á síðasta heimaleik í Úrvalsdeildinni og heimaleikjum í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, einnig á leikjum í undanúrslitum og úrslitum í ensku bikarkeppnunum sem og í Meistaradeild Evrópu.
ATH. Lokað var á endurnýjanir og nýskráningar hjá Chelsea Football Club þann 24. desember sl. Hjá Chelsea klúbbnum er hægt að forskrá sig vegna næsta keppnistímabils og þeir sem það gera njóta fyrirgreiðslu af hálfu stjórnar Chelsea klúbbsins varðandi miðakaup á leiki með Chelsea það sem eftir er af yfirstandandi tímabili eftir því sem svigrúm leyfir.
Nánari upplýsingar má fá í síma 864 625.