Skráning stendur yfir

Nú styttist frestur sá er félagsmenn hafa til að tryggja sér hina eftirsóttu fimm „tryggðarpunkta“ er þarf til ætli menn sér að vera öruggir um að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur en greiða þarf valið árgjald vegna endurnýjunar inn á reikning Chelsea klúbbsins fyrir 26. júlí n.k. ætli menn sér punktana fimm!

Ef þú ert í einhverjum vafa um hvort þú hafir endurnýjað eður ei kíkir þú bara á www.chelsea.is, smellir á Chelsea klúbburinn og svo á Félagatal.

Ef nafnið þitt er ekki að finna þar áttu einfaldlega eftir að endurnýja!

Enn hafa ensku sjónvarpsstöðvarnar ekki ákveðið um beinar útsendingar frá leikjum í Úrvalsdeildinni mörgum til mikillar armæðu enda erfitt að ákveða um flug og gistingu þegar að svo er komið. Það er vonandi að forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna fari nú að drífa í hlutunum svo hægt sé að segja með vissu um leikdaga og leiktíma í Úrvalsdeildinni en talsmenn Chelsea Football Club munu senda okkur fréttir þar um er þær liggja fyrir.

Þá bíðum við eftir að Chelsea Football Club kunngeri nafn hins heppna félagsmanns er vann til fjögurra miða á fyrsta heimaleik Chelsea í Úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili en sá heppni þurfti að greiða árgjald til félagsins fyrir 17. júní s.l. til að eiga möguleika á miðunum fjórum.

Einnig á eftir að kunngera hvaða stuðningsmannaklúbbur félagsins var svo heppinn að hljóta GBP 250.- í sinn hlut en einn þeirra klúbba er greiddu aðildargjald til Chelsea fyrir síðustu mánaðarmót átti möguleika á slíkum vinningi.

Formaður Chelsea klúbbsins á Íslandi hefur verið skipaður í Fans´ Forum hjá Chelsea Football Club og mun hann væntanlega sækja fjóra fundi hjá Chelsea vegna þessa á starfsárinu og fer fyrsti fundurinn fram á Stamford Bridge þriðjudaginn 29. júlí n.k.

Verður að telja þessa skipan formanns okkar mikla viðurkenningu af hálfu Chelsea Football Club á því góða starfi sem fram fer í Chelsea klúbbnum á Íslandi.

Meira um Fans´Forum síðar!

Það er svo eindregin ósk stjórnar Chelsea klúbbsins að þeir félagsmenn sem eiga eftir að endurnýja geri slíkt hið fyrsta en stjórnin sendir næst gögn og greiðslur vegna endurnýjunar til London á morgun, föstudag, 4, júlí 2014.

Baráttukveðja,
Stjórnin.

Upp