Siðustu forvöð á tryggðarpunktum

NÚ eru aðeins tvær vikur til stefnu ætlir þú að tryggja þér 5 Loyalty punkta vegna endurnýjunar hjá Chelsea Football Club, punktar sem kunna að koma sér vel þegar kemur að því að panta miða á leiki með Chelsea á komandi keppnistímabili.

Endurnýjanir vegna keppnistímabilsins 2018 – 2019 eru nú í fullum gangi, ef þið eruð í einhverjum vafa um hvort þið eruð búin að endurnýja er bara að kíkja á félagatalið á www.chelsea.is og ef nöfnin ykkar er ekki að finna þar eigið þið einfaldlega eftir að endurnýja. Árgjöld eru óbreytt frá því sem verið hefur en allar upplýsingar um þau sem og reikningsnúmer og kennitölu Chelsea klúbbsins eru að finna á www.chelsea.is

ATHUGIÐ að til að vinna sér inn 5 Loyalty punkta þarf að endurnýja fyrir kl. 12:00 föstudaginn 27. júlí n.k. en á meðal leikja Chelsea fram að áramótum sem punktana 5 þarf til má nefna heimaleiki gegn Liverpool, Manchester United og Manchester City, útileiki gegn West Ham United, Tottenham Hotspur og Watford. Svo það er ekki eftir neinu að bíða með að endurnýja ef þið eruð ekki búin að því nú þegar, fjöldi spennandi leikja fram að áramótum sem krefjast 5 Loyalty punkta.

OG vinsamlegast hafið í huga regluna „One ticket per member“, tilgangslaust er að biðja stjórn klúbbsins um miða fyrir aðra en félagsmenn!

Upp