Potter mættur á Brúnna

Gra­ham Potter hef­ur verið ráðinn knatt­spyrn­u­stjóri Chel­sea. Þetta til­kynnti fé­lagið á sam­fé­lags­miðlum sín­um fyr­ir stundu en Potter, sem er 47 ára gam­all, skrifaði und­ir fimm ára samn­ing við Chel­sea.

Hann tek­ur við liðinu af Thom­asi Tuchel sem var rek­inn í gær en Potter hef­ur stýrt liði Bright­on í ensku úr­vals­deild­inni frá ár­inu 2019.

Potter er samn­ings­bund­inn Chel­sea út keppn­is­tíma­bilið 2026-27 og þurfti Chel­sea að greiða Bright­on 21,5 millj­ón­ir punda fyr­ir þjón­ustu Potters, en hann verður eft­ir­maður Thom­as Tuchel sem var rek­inn eftir tapleikinn í Meistaradeildinni. Chel­sea fékk ekki aðeins Potter frá Bright­on því Kyle Macaulay, Billy Reid og Bjorn Ham­berg fara með Potter til Lund­úna.

Þá fengu Thom­as Tuchel og aðstoðar­menn hans um 15 millj­ón­ir punda fyr­ir brottrekst­ur­inn frá Chel­sea og var því um dýr þjálf­ara­skipti að ræða fyr­ir Lund­úna­fé­lagið.

Gra­ham Potter vonar að stuðningsmenn Brighton skilji ákvörðun sína.

„Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína á þessu stigi ferl­is­ins míns. Ég mun ávallt varðveita minn­ing­arn­ar og sam­bönd­in sem ég eignaðist hjá Bright­on. Leik­menn­irn­ir og starfsteymið gáfu allt í þetta. Hjartað í þessu öllu sam­an voru svo þið stuðnings­menn­irn­ir. Teng­ing­in á milli ykk­ar og leik­mann­anna á AMEX-vell­in­um var ein­stök og þegar við spiluðum á úti­velli mættu þið alltaf í þúsunda­tali til að öskra okk­ur áfram.

Til þess sem tek­ur við af mér, hver sem það verður, segi ég bara til ham­ingju. Þú ert að fara að vinna hjá frá­bæru fé­lagi með frá­bær­an leik­manna­hóp, eig­anda og stjórn. Það mik­il­væg­asta er þó að stuðnings­menn­irn­ir munu alltaf styðja liðið, bæði heima og að heim­an.“

Upp