Palestra áður en nú Palmeiras – andstæðingar okkar 12. febrúar 2022

Lið Palmeiras hefur aldarlanga sögu á bakvið sig og eru því andstæðingar okkar vel að því komnir að etja kappi við Chelsea FC um eina titilinn sem CFC hefur aldrei áður unnið. Verði það niðurstaðan að CFC vinni leikinn, þá eru allir titlar í höfn. Geri aðrir betur.

En hvaða saga er á bakvið Palmeiras?

Í upphafi 20. aldar ákváðu nokkrir ungir Ítalir að stofna félag sem hafði það að meginmarkmiði að stofna fótboltalið sem myndi vera fulltrúi ítalska samfélagsins og mæta stórum nöfnum knattspyrnuelítunnar í São Paulo. Rúmum þremur áratugum áður hafði Ítalía verið sameinuð. Það var þó ekki á allra vitorði hjá ítalskættuðum Brasilíubúum. Liðið nefndist Palestra.

Árið 1916 gekk liðið í aðaldeild borgarinnar São Paulo.og hélt af stað í sína fyrstu opinbera meistarakeppni. Strax árið, eða 1917, lenti liðið í öðru sæti í São Paulo fylkismeistaramótinu og mætti þar hinu dáða liði Corinthians í fyrsta sinn. Palestra vann þann leik 3–0 með þremur mörkum frá Caetano. 

Árið 1920 vann Palestra Italia meistaratitilinn í São Paulo fylki með sigri á hinu hrikalega liði, Paulistano, í úrslitaleiknum um titilinn.

Í dag er Palmeiras sigursælt lið sem þann 27. nóvember 2021 vann Palmeiras Copa Libertadores gegn Flamengo. Þetta var annar titill Palmeiras í röð á innan við ári og sá þriðji í sögu sinni í keppninni.

Það er því ljóst að Palmeiras á sína sögu og er því til alls líklegt að standa vel í okkar mönnum.

Nánar má kynna sér aldargamla sögu liðsins á vefsíðu Wikipedia.

Upp