N’Golo Kante skein á stóra sviðinu

Einhverjir héldu því fram að franski miðjumaðurinn væri kominn á síðasta söludag og orðinn ryðgaður eftir meiðslin sem hann hefur verið að glíma við í læri.

Kante sýndi okkur úr hverju hann var byggður í gær  á móti Atletico Madrid í 2-0 sigri í gær, samanlagt 3-0 og á leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti síðan 2014.

Ef litið er á tölfræðina í gærkvöldi þá vann hann 13 einvígi sem eru þau flestu sem leikmaður hefur unnið sem leikmaður Chelsea síðan 2018.

Hann vann flestar tæklingar eða þrjár, átti næstflestar snertingar á boltanum og um leið annar besti árangur hans þegar tæklingar eru taldar hjá honum sem leikmaður Chelsea.

Hann verður þrítugur í lok mánaðarins og sýnir engin merki um að vera hægja á ferðinni. Þeir sem efuðust um gæði hans í dag sjá það glöggt að Kante, með frammistöðu sinni í gærkvöldi, sannaði hann að hann er enn einn besti varnarmiðjumaður heims.

Fagnaður Thomas Tuchel eftir leikinn kom Kante sjálfum í opna skjöldu og hinn hægláti miðjumaður varð vandræðalegur þó hann sýni nú sjaldan mikil svipbrigði hvað sem á dynur.

„Kova og hann þurftu að stíga upp í dag og þeir tveir vissu að þeir gætu reitt sig á þá, tóku allan þungann á herðar sér og stóðu sig frábærlega,“ sagði TT.

Tuchel sýndi líka fram á hverju mikilvæg hróp hans og köll skipta máli og hvatning hans til Kante allan leikinn um halda sinni stöðu og pressa. Hvort að Kante hafi heyrt til hans eða ekki þá leit hann að virtist aldrei á bekkinn allan leikinn. Einbeiting var 100%.

Leikurinn í gær fékk fjölmiðla víða um heim til að fullyrða að þegar Chelsea sýnir svona frammistöðu vilji enginn lenda á móti þeim í átta liða úrslitum. 

Upp