Miðapantanir á leiki með Chelsea og afhending, staðfestingar- og tryggingargjald o.fl.

Einungis er tekið við miðapöntunum á netfangið chelsea@chelsea.is

Úrvalsdeild, leikir á Stamford Bridge.

48 dögum fyrir leik þarf að staðfesta pöntun viðkomandi með greiðslu staðfestingar- & tryggingargjalds ef nýta á forkaupsréttinn, staðfestingar- & tryggingargjaldið greiðist inn á reikning hjá formanni Chelsea klúbbsins og er það kr. 20.000.- á hvern pantaðan miða. Mismunur er svo endurgreiddur þegar endanlegt verð liggur fyrir en það ræðst af um hvaða leik er að ræða, í hvaða stúku setið er og svo genginu á breska pundinu (GBP) þegar miðarnir eru skuldfærðir.

Aðrir leikir á Stamford Bridge.

Forkaupsréttur okkar á miðum á aðra leiki með Chelsea er oft mun styttri en á leiki í Úrvalsdeildinni, t.d. á leiki í  Meistaradeild Evrópu og leiki í ensku bikarkeppnunum. Jafnframt er verð miða oft mun lægra á þessa leiki en á leikina í Úrvalsdeildinni og fer upphæð staðfestingar- & tryggingargjaldsins eftir hvert miðaverðið er hverju sinni á viðkomandi leik. Sama reglan gildir svo um uppgjör, þ.e. mismunur endurgreiddur þegar að endanlegt verð liggur fyrir.

Úrvalsdeild, leikir Chelsea á útivelli.

Heldur rýmri tími er hvað varðar forkaupsrétt á miðum á leiki Chelsea að heiman í Úrvalsdeildinni, þurfa pantanir þá að berast okkur ekki seinna en 35 dögum fyrir viðkomandi leik. Ekki er ljóst þegar þessar línur eru skrifaðar hvernig miðaverði á þessa leiki verður háttað, hér áður komu Úrvalsdeildarliðin sér saman um að eitt og sama miðaverðið gilti fyrir alla fylgismenn aðkomuliðsins og var því stillt mjög í hóf (GBP 30.-), vonandi að svo verði einnig nú en víð bíðum eftir fréttum þar um og þar til þær berast verður ekki unnt að segja til um staðfestingar- & tryggingargjald.

Aðrir leikir Chelsea á útivelli.

Forkaupsréttur okkar getur verið mjög misjafn vegna miðakaupa á þessa leiki, ræðst af hversu tímanlega vitað er um hverjir andstæðingar liðsins verða hverju sinni. Hingað til hefur verð miða á leiki með Chelsea að heiman í ensku bikarkeppnunum haldist í hendur, þ.e sama verð hverjir sem andstæðingarnir eru. Þetta hefur hins vegar ekki gilt um útileiki Chelsea í Evrópukeppnum, þar ræður gestgjafinn öllu um miðaverð, því ræðst staðfestingar- & tryggingargjaldið af miðaverðinu hverju sinni.

Afhending miða.

Miðar á alla leiki Chelsea á Stamford Bridge verða sendir formanni Chelsea klúbbsins í tölvupósti (E-tickets) sem hann framsendir svo til viðkomandi félgsmanna, fer þá uppgjör jafnframt fram.

Miðar á útileiki verða afhentir með gamla laginu, þ.e miðarnir verða sendir formanni klúbbsins 18 dögum fyrir leik, miðanna má svo vitja hjá formanninum e.atv.

Miðar á útileiki í Evrópukeppnum.

Miðarnir eru afhentir viðkomandi félagmanni í borg þeirri sem leikur fer fram hverju sinni, tilkynnt um stað og stund tímanlega, viðkomandi þarf að framvísa persónuskilríkjum með mynd ásamt félagsskírteini þegar miðans er vitjað.

Staðfestingar- & tryggingargjald.

Til að tryggja okkur fyrir mögulegum skakkaföllum vegna miðakaupa fyrir félagsmenn, t.d. breytingu á gengi breska pundsins, mögulegum sendingarkostnaði vegna miðakaupa á útileikina, er gjaldið haft nokkru hærra en líklegt endanlegt verð miða og, eins og áður segir, mismunur svo endurgreiddur þegar hann liggur fyrir.

Þetta fyrirkomulag hefur verið viðhaft með góðum árangri  mörg undanfarin ár og óþarfi að breyta nokkru þar um.

Annað sem ber að hafa í huga.

Þegar sendar eru inn pantanir á miðum á leiki með Chelsea á Stamford Bridge þarf ávallt að taka fram í hvaða stúku óskað er eftir að sitja í, bæði valkost #1 sem og valkost #2 til vara.

Þegar miðapöntun hefur verið staðfest af starfsfólki Chelsea Football Club hefur það samband símleiðis við formann Chelsea klúbbsins vegna uppgjörs.

Og reglan „Only one ticket per member“ gildir ætíð um miðapantanir okkar í forkaupsrétti.

Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Upp