Nú liggur fyrir hverjir andstæðingar Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða og er það almennt álit að okkar menn hafi verið tiltölulega heppnir í þeim málum en varast beri þó að vanmeta andstæðinga á nokkurn hátt.
Chelsea er í G-riðli ásamt Schalke 04, Sporting Lisbon og NK Maribor og hafa leikdagar nú verið ákveðnir og eru þeir sem hér segir:
Miðvikudagur 17. september – Chelsea v Schalke 04
Þriðjudagur 30. september – Sporting Lisbon v Chelsea
Þriðjudagur 21. október – Chelsea v NK Maribor
Miðvikudagur 5. nóvember – NK Maribor v Chelsea
Þriðjudagur 25. nóvember – Schalke 04 v Chelsea
Miðvikudagur 10. desember – Chelsea v Sporting Lisbon
Dagsetningar á forkaupsrétti okkar á miðum á leikina á Stamford Bridge hafa verið ákveðnar og líkt og undanfarin ár er skammur fyrirvari hvað varðar fyrstu tvo heimaleikina, bæði hvað varðar miðapantanir sem og pantanir á hótelpökkum.
Chelsea v Schalke 04, forkaupsréttur til kl. 16:00 þriðjudaginn 2. september 2014.
Chelsea v NK Maribor, forkaupsréttur til og með sunnudagsins 7. september 2014.
Chelsea v Sporting Lisbon, forkaupsréttur til og með sunnudagsins 26. október 2014.
Hvað varðar hótelpakka á tvo fyrstu leikina gildir reglan „Fyrstir koma, fyrstir fá“ en forkaupsréttur á hótelpökkum á leikinn gegn Sporting Lisbon er til og með miðvikudagsins 29. október 2014.
Hins vegar er enn óljóst með útileikina, við njótum ekki forkaupsréttar í þeim tilfellum er Chelsea fær færri en 2000 miða en nánari fréttir varðandi miðamál á útileikina verða færðar um leið og þær berast frá höfuðstöðvunum í London.
Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.
Með „Meistaradeildarkveðju.“
Stjórnin.