Vegna fjölmargra fyrirspurna skal því haldið til haga að klúbbnum hefur, enn sem komið er, ekki borist neinar upplýsingar frá Chelsea Football Club varðandi fyrirkomulag á miðasölu á leiki með Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þ.e. tímasetningu forkaupsréttar, hugsanlega kröfu um Loyalty punkta, verð miða og annað sem kann að skipta máli.
Því getum við engu svarað um miðapantanir svo óyggjandi sé á þessu stigi.
Áhugasamir geta engu að síður sent okkur beiðni um miða á tiltekna leiki sem við færum þá til bókar en við getum ekki ábyrgst neitt varðandi miðakaup á leikina eins og málum er háttað í augnablikinu, gerum þó ráð fyrir að forkaupsréttur okkar verði virtur en hafa skal í huga að ekki er víst að við fáum alla þá miða sem við kunnum að óska eftir, ekki ólíklegt að eftirspurn verði meiri en framboð og á það aðallega við um leikinn á Stamford Bridge gegn Barcelona og svo kann að fara að Chelsea beiti þar bæði Loyalty Points og hlutfallsreglunni.
Eingöngu er tekið við fyrirspurnum á netfanginu chelsea@chelsea.is
Við munum koma öllum upplýsingum varðandi þessi mál á framfæri við félagsmenn okkar jafnóðum og þær berast okkur frá höfuðstöðvunum.
ATH. reglan „One ticket per member“ er ófrávíkjanleg í forkaupsrétti okkar og er því tilgangslaust að óska eftir miðum fyrir utanfélagsmenn!