Rétt í þessu var dregið í höfuðstöðvum UEFA í átta liða úrslit Meistaradeildar kvenna, jafnframt var dregið um hvaða lið mætast í undanúrslitum keppninnar að loknum fjórðungsúrslitunum.
Skemmst er frá því að segja að Chelsea Women drógust gegn Wolfsburg (skrifað í skýin, Pernille Harder gegn sínum fyrrverandi), hafi Chelsea betur í þeirri viðureign munu þær kljást við sigurvegarana í viðureign Bayern Munchen vs Rosengaard.
Fyrri leikirnir í átta liða úrslitum fara fram dagana 23. – 24. mars og seinni leikirnir svo viku síðar.
Í undanúrslitum verða fyrri leikirnir dagana 24.- 25. apríl og seinni leikirnir viku síðar.
Úrslitaleikurinn fer svo fram á Gamla Ullevi leikvanginum í Gautaborg þann 16. maí n.k.
Við minnum svo á úrslitaleikinn í Conti Cup (deildabikarkeppni kvenna) á sunnudag kl. 14:30 en þar eigast við Bristol City Women og Chelsea Women og þar eiga „stelpurnar okkar“ titil að verja.
Leikurinn fer fram á heimavelli Watford, Vicarage Road, og hefst eins og áður segir kl. 14:30, sýndur beint á BT Sport.