Meistaradeild, Deildabikar, forkaupsréttur o.fl.

Nú liggur fyrir hverjir andstæðingar Chelsea verða í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en Chelsea er í riðli C ásamt Atletico Madrid, Roma og Qarabag. Leikdagar hafa og verið ákveðnir og eru þeir sem hér segir:

  • Chelsea vs Qarabag, þriðjudagskvöld 12. september 2017.
  • Atletico Madrid vs Chelsea, miðvikudagskvöld 27. september 2017.
  • Chelsea vs Roma, miðvikudagskvöld 18. október 2017.
  • Roma vs Chelsea, þriðjudagskvöld 31. október 2017.
  • Qarabag vs Chelsea, miðvikudagskvöld 22. nóvember 2017.
  • Chelsea vs Atletico Madrid, þriðjudagskvöld 5. desember 2017.

Þá hefur og verið dregið til þriðju umferðar í Deildabikarnum (Carabao Cup) og mætir Chelsea liði Nottingham Forest og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 20. september n.k. Við höfum mjög skamman tíma hvað varðar forkaupsrétt á miðum á leiki Chelsea vs Qarabag og Chelsea vs Nottingham Forest eða til og með mánudagsins 28. ágúst n.k., um forkaupsrétt okkar á aðra ofantalda leiki hefur ekki verið tilkynnt um enn sem komið er.  Þess má geta að það er sama verð á miðum í allar stúkur á Stamford Bridge sem í boði eru á ofantalda leiki og er verð miða umtalsvert lægra en á leiki í Úrvalsdeildinni, leikirnir falla ekki undir Loyalty Points regluna (þó með fyrirvara um leik Chelsea vs Atletico Madrid) og væntanlega gefa þessir leikir af sér 5 punkta til miðakaupenda.

Tekið er við miðapöntunum á netfangi chelsea@chelsea.is og gildir það aðeins um miðapantanir fyrir félagsmenn samkvæmt reglunni „One ticket per member“!  Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.

Upp