Lukaku…

For­ráðamenn ít­alska knatt­spyrnu­fé­lags­ins In­ter Mílanó vilja ólm­ir halda marka­skor­ar­an­um Romelu Lukaku en gætu þó þurft að selja hann í sum­ar.

Belg­íski fram­herj­inn kom til In­ter frá Manchester United sum­arið 2019 og hef­ur verið einn besti leikmaður liðsins síðan þá, hef­ur skorað 59 mörk í 85 leikj­um í öll­um keppn­um. Fari hins veg­ar svo að eitt­hvert fé­lag bjóði um 120 millj­ón­ir evra í leik­mann­inn myndi fé­lagið nauðbeygt þurfa að selja hann vegna slæmr­ar fjár­hags­stöðu.

Þetta seg­ir ít­alski miðill­inn Corri­ere dello Sport en þar seg­ir að In­ter hafi komið afar illa út úr kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Seg­ir einnig að Manchester City hafi áhuga á Lukaku enda gæti hann verið arftaki Sergi­os Agüeros sem yf­ir­gef­ur Manchester eft­ir tíma­bilið.

Upp