Lesendur Chelsea.is hafa skiptar skoðanir á ,,síðasta púslinu“.

1410626211309 wps 36 Chelsea s Loic Remy left Loic Remy var síðasta útspil Mourinho í félagaskiptaglugganum sem lokaði um síðustu mánaðarmót. Frakkinn knái, sem stundum hefur verið líkt við landa sinn Thierry Henry, kemur þó væntanlega til með að leika aukahlutverk á tímabilinu. Það verða aðrir í aðalhlutverki ef marka má upphaf tímabilisins.

Þetta styður a.m.k. netkosning sem gerð var hér á síðunni. Þar töldu rúmlega helmingur netverja að Remy væri annað hvort lakari kostur en Fernando Torres (41%) eða fengi lítið sem ekkert að spila (14%). Hinn helmingur netverja var jákvæðari í garð Remy og taldi hluti þeirra hann fullkomna liðið (10%). Það má þó ekki skilja sem svo að kauði sé eitthvað fullkominn heldur frekar að koma hans til Chelsea fullkomni framlínu liðsins – sem þá samanstendur af Costa, Drogba og Remy. Að lokum töldu þó nokkrir Remy vera vænlegri kost en Torres. (34%).

Breytingarnar á framlínu liðsins virðast vera að bera árangur ef marka má tölfræði yfir framherja liðsins. Það tók Torres 14 leiki að komast á blað hjá Chelsea. Til samanburðar má benda á að Costa skoraði í sínum fyrsta leik og hefur nú skorað 7 mörk í fjórum leikjum. Það tók Torres 57 leiki að setja 7 mörk. Loic Remy skoraði 14 mörk fyrir Newcastle í fyrra og hefur í gegnum tíðina verið með markahlutfall í kringum 0,5 mark í leik. Þá er það mikið ánægjuefni að Remy komst fljótt á blað fyrir okkur – skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta leik fyrir Chelsea. Eru framherjavandamálin úr sögunni? Eigum við ekki bara að leggja níunni?   

Screen Shot 2014-09-16 at 13.07.22       

Upp