Leikdagar og leiktímar hafa nú verið ákveðnir í viðureignum Chelsea og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Fyrri leikur liðanna fer fram á heimavelli Real Madrid, Estádio Alfredo Di Stefano, þriðjudagskvöldið 27. apríl og hefst hann kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Seinni leikur liðanna fer svo fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 5. maí og hefst einnig kl. 19:00 að íslenskum tíma.
Þess má svo geta að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á Ataturk Olympic Stadium í Istanbul laugardaginn 29. maí.