Kvennalið Chelsea vinna deildabikarinn

Kvennalið Chelsea vann deildarbikarinn í fótbolta kvenna á Englandi. Titillinn er sá fyrsti sem nýr þjálfari liðsins Sonia Bompastor landar. Chelsea vann sigur á Manchester City í lokaleik deildabikarsins 2-1. Mayra Ramírez skoraði fyrsta mark Chelsea á áttundu mínútu. City jöfnuðu á 64. mínútu þegar Aoba Fujino skoraði. Ramírez átti svo fyrirgjöf á 77. mínútu þegar andstæðingur hennar, Yui Hasegawa, setti boltann í eigið net. Ekki urðu mörkin fleiri og bikarinn því Chelsea.

Til hamingju Chelsea stuðningsfólk!

Kvennalið Chelsea er efst með átta stiga forskot á næsta lið í úrvalsdeild kvenna í Englandi þegar efstu fimm liðin hafa leikið jafnmargar umferðir.

Upp