Kvennalið Chelsea klára tímabilið ósigraðar með nýju stigameti

Kvennalið Chelsea kláraði í dag tímabilið 2024-2025 með góðum sigri á Liverpool. Þær voru þegar búnar að tryggja sér titilinn en ljúka tímabilinu núna ósigraðar og á nýju stigameti.

Ekkert annað lið í sögu WSL hefur farið í gegnum tímabil ósigrað og ekkert lið hefur náð 60 stigum eins og Chelsea gerði í ár. Chelsea áttu gamla stigametið þegar þær kláruðu tímabilið 2022-2023 með 58 stig. Þetta er eftirtektarverður og afar glæsilegur árangur hjá liðinu. Þá er þetta einnig fyrsta tímabil Soniu Bompastor og virkilega vel gert hjá henni á sínu fyrsta ári eftir brottför okkar ástsæla og stórkotlega þjálfara Emmu Hayes.

Þetta er sjötti titill liðsins í röð og sá níundi í safninu, þrisvar sinnum fleiri en titlar kvennaliðs Arsenal, sem er með næstflesta titla í deildinni. Þá tryggði liðið sér deildabikarinn (Women’s League Cup) á dögunum og hefur tækifæri næstu helgi til að tryggja sér alslemmu innanlands þegar þær mæta Manchester United í úrslitaleik FA bikarsins á Wembley.

Leikurinn í dag var í járnum og lengi vel leit ekki út fyrir að stigametið yrði slegið allt þar til Aggie Beever-Jones skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 91. mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea lauk tímabilinu á afar jákvæðum nótum og fagnaði á Stamford Bridge.

Sannarlega stórkostlegur árangur og framtíðin áfram björt hjá þessu frábæra liði!

KTBFFH!

Áfram Chelsea!

Upp