Í Vellinum á Símanum Sport í gær fóru þeir Tómas Þór Þórðarson, Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson yfir ótrúlegan leik Chelsea og West Bromwich Albion á laugardaginn, þar sem síðarnefnda liðið skoraði fimm mörk.
„Þetta er eitt allsherjar hrun, sjáðu hvað það er langt á milli miðvarðanna þarna. Þú sérð þetta ekki einu sinni í fjórða flokki,“ sagði Gylfi um fyrsta mark WBA í leiknum.
„Þetta eru mjög skrítin mistök sem þeir eru að gera í þessum mörkum, þeir voru alveg gjörsamlega „off“ í þessum leik,“ bætti hann við.
Bjarni Þór tók í sama streng. „Til að byrja með eru þeir með þriggja manna línu. Þú sérð bara hvað það er mikil ringulreið þegar boltinn kemur inn fyrir frá Sam Johnstone í þessu fyrsta marki. Azpilicueta er allt of hátt og Zouma og Christiansen vita bara ekkert hvað þeir eru að gera.“
Eitt sem vakið hefur athygli er að Rudiger var rekinn af æfingu sl. laugardag eftir erjur við Dave ( Azpi ;). Spekingar eru sammála um að verkefni Tuchel verði að skikka menn til að fara taka sig saman í kollinum og sýna meiri stöðugleika. Hvað veldur þessu „attitude“ er greinilega ekki síðustu þjálfurum um að kenna, heldur komu þessi vandræði upp hjá öllum þjálfurum síðustu fimm ár sem hafa verið reknir og nú síðast Lampard. Það er eitthvað gruggugt í gangi í liðinu sem verður ekki leyst nema með að finna sökudólgana og vísa þeim frá.
Í fréttinni kemur fram að hægt sé að sjá umræður þeirra félaga í Vellinum um 2:5 tap Chelsea gegn WBA á laugardaginn má sjá í heild sinni.