AFLÝST – Hópferð á Chelsea vs Brighton & Hove Albion

Hópferðin fékk ekki næga þátttöku svo henni hefur því verið aflýst.

„Jólastemmning í London svíkur engan“

Frestur til að tilkynna þátttöku í fyrirhugaða hópferð á leik Chelsea vs Brighton & Hove Albion er til og með 3. október n.k., sjá nánar um hópferðina hér að neðan:

Stjórn Chelsea-klúbbsins hefur ákveðið að efna til hópferðar á leik Chelsea vs Brighton & Hove Albion ef næg þátttaka næst.

Leikur liðanna er fyrirhugaður á Stamford Bridge laugardaginn 2. desember en verður þó að öllum líkindum færður til sunnudagsins 3. desember vegna leikja beggja liða fyrir og eftir þessa helgi.

Ferðin er farin í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Komdu með/Tango Travel og The Millennium & Copthorne Hotels at Chelsea Football Club.

Ferðatilhögun er sem hér segir:

-Flug með Icelandair ásamt innrituðum farangri.

  • FI 450  01DEC   KEF LHR  0735  1050
  • FI 455  04DEC   LHR KEF  2040  2355
  • Gisting á Chelsea-hótelinu með morgunmat í 3 nætur.
  • Miði í West Stand Lower.
  • Rúta til og frá flugvellinum.
  • Fararstjóri frá Chelsea-klúbbnum.
  • Verð kr. 149.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi.

    Varðandi þátttöku í hópferðina skal senda tilkynningu þar um á netfangið thor@komdumed.is en setja chelsea@chelsea.is í Cc.

    Eingöngu félagsmenn Chelsea-klúbbsins eru gjaldgengir í þessa ferð og áríðandi er að þeir félagsmenn sem hyggja á þátttöku tilkynni okkur þar um sem fyrst því það er mjög takmarkaður tími sem hótelið getur tekið herbergin frá fyrir okkur vegna mikillar eftirspurnar varðandi gistingu á hótelinu þessa sömu helgi.
  • Ferð aflýst
Upp