Í tilefni af góðu knattspyrnuári og tveimur titlum þá ákváðum við hjá Chelsea klúbbnum á Íslandi að heiðra okkar lið með heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þann 5. júni 2015 þar sem við þökkum öllum þeim sem veitt hafa klúbbnum brautargengi og gert starf klúbbsins enn betra með hverju árinu. Við fengum senda mynd frá Chelsea Football Club að tilstuðlan Diane Piggott sem er forsvarsmaður allra alþjóðlegra Chelsea Supporters Clubs sem starfræktir eru víðs vegar um heim. Myndin er því eins official og hægt er.
Með auglýsingunni viljum við vekja athygli á okkar starfi sem hefur verið sleitulaust frá því 16. mars 1997 og hefur stjórn klúbbsins allt síðan þá verið félögum í klúbbnum innan handar við kaup á miðum á leiki með Chelsea Football Club. Sem einn af 32 Platinum klúbbum Chelsea Football Club veitir félagsaðild forkaupsrétt á miðum og gistingu á The Millennium & Copthorn Hotels við Stamford Bridge á nánast alla leiki á Englandi.
Starf okkar hefur verið stutt af dyggum stuðningsmönnum og styrktaraðilum í gegnum tíðina og viljum nota tækifærið og þakka þeim öllum kærlega fyrir frábæran stuðning. Þessi stuðningur, ásamt árgjöldum og happdrætti hefur meðal annars veitt okkur tækifæri á að bjóða skjólstæðingum frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og öðrum er minna mega sín á leiki með Chelsea Football Club og hefur það mælst ákaflega vel fyrir og veitt þeim ánægju.
Við viljum því hvetja alla alla stuðningsmenn Chelsea á Íslandi til að skrá sig í klúbbinn og taka þátt í okkar góða og skemmtilega starfi til að vera í liði með sönnum siguvegurum.
Allar nánari upplýsingar um Chelsea klúbbinn á Íslandi má finna á hér ávefnum og með því að senda fyrirspurn á netfangið chelsea@chelsea.is – Einnig má hringja í síma 864 6205.
Hægt er skrá sig í klúbbinn með því að smella á þennan link hér http://chelsea.is/index.php/chelsea-klubburinn/argjald
Áfram Chelsea FC og allir sannir stuðningsmenn, velunnarar og styrktaraðilar hér á landi.