Heiðursfélagi Chelsea klúbbsins 2025 – Bragi Hinrik Magnússon

17. des. 2025

Bragi Hinrik Magnússon var útnefndur heiðursfélagi Chelsea-klúbbsins á Íslandi á aðalfundi klúbbsins þann 1. nóvember 2025 og er Bragi þrettándi einstaklingurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi.

Bragi er mörgum vel kunnur fyrir störf sín að ferðamálum hvar hann ásamt félaga sínum Þór Bæring var stjórn Chelsea-klúbbsins oft innan handar er kom að því að skipuleggja hópferðir á leiki með Chelsea eða þá að útvega miða á leiki með Chelsea er forkaupsréttar félagsmanna naut ekki við, þá voru þeir félagar vel tengdir við forsvarsmenn hótelsins á Stamford Bridge og ósjaldan nutu félagar í Chelsea-klúbbnum góðs af.

Bragi sat í stjórn Chelsea-klúbbsins um nokkurra ára skeið og var framlag hans til heimasíðugerðar klúbbsins umtalsvert sem ber að þakka, þá sat Bragi nokkra fundi í London fyrir hönd klúbbsins með forsvarsmönnum Chelsea Football Club á sínum tíma.

Bragi var og vel þekktur í heimi íþróttanna og þá helst er kom að körfuknattleik, var m.a.  leikmaður meistarflokks Hauka í körfuknattleik auk þess að gegna starfi formanns körfuknattleiksdeildar félagsins um skeið.


Bragi Hinrik Magnússon, heiðursfélagi Chelsea klúbbsins árið 2025

Bragi hefur verið stuðningsmaður Chelsea Football Club til margra ára og velgjörðarmaður Chelsea-klúbbsins mörg undanfarin ár og er vel kominn að nafnbótinni heiðursfélagi Chelsea-klúbbsins.

 

Joii
EiríkssonKjötsmiðjan
American Bar
Car RentalHársnyrtistofan