Króatíski leikmaðurinn Mario Stanić og fyrrum liðsmaður Chelsea FC á árunum 2000 til 2004 er staddur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni á ferðalagi. Hann sat fund með KSÍ sl. föstudag en eins og flestir vita þá hefur hann verið einn af talsmönnum Króatíska landsliðsins og sem er jú einmitt eitt af þeim liðum sem mæta því íslenska í riðlakeppni HM nú í sumar.
Mario var mjög áhugasamur að kynna sér íslensku knatthúsin og í heimsókn sinni í Smárann furðaði hann sig á þeim góða árangri sem sem íslensk knattspyrna hefur náð á undanförunm árum. Hann hældi því íslenska og sagði að það væri óþægilega erfitt að þurfa takast á við íslenska landsliðið enn einu sinni. Hann var þó sigurviss. Að heimsókninni lokinni í Smárann sagðist hann þó hafa tekið frá tíma næsta sunnudag til að horfa á leik Chelsea og Tottenham. Lundúnaslagur af bestu gerð, sagði hann.
Chelsea klúbburinn á Íslandi náði tali af kappanum og var það úr að hann mun ásamt formanni klúbbsins og öðrum félögum hittast á English Pub og horfa á leik Chelsea í dag sem hefst klukkan 15. Gaf hann leyfi til að þola smá ágang af þeim sem vilja berja hann augum eða spjalla.
Hér er eitt af eftirminnilegustu mörkum hans með Chelsea
https://www.youtube.com/watch?v=cpBfbkfkWJc
Ofanrituð frétt er birtist á Chelsea.is þann 1. apríl var, eins marga hefur væntanlega grunað, í tilefni dagsins, þ.e. 1. apríl!