Viltu gerast félagi í Chelsea klúbbnum á Íslandi?
Allir geta skráð sig í Chelsea klúbbinn á Íslandi og það er gert með því að skrá sig með forminu hér að neðan. Athugið að Chelsea FC gerir kröfu um einkvæmt tölvupóstfang fyrir hvern félaga og því geta ekki tveir eða fleiri félagar skráð sama tölvupóstfang. Um þrjár ólíkar leiðir er að ræða varðandi aðild að klúbbnum.
True Blue Membership | CFC Blue Membership | Junior Blues Membership (U16 ára) |
Forkaupsréttur að miðum | Forkaupsréttur að miðum | Forkaupsréttur að miðum |
Aðgangur að Ticket Exchange | Aðgangur að Ticket Exchange | Aðgangur að Ticket Exchange |
Möguleiki á áframsendum miðum | Möguleiki á áframsendum miðum | Möguleiki á áframsendum miðum |
Stafænar leikskrár | – | – |
Stafræn liðsmynd (plakat) | Stafræn liðsmynd (plakat) | – |
Stafænt félagsskírteini | Stafænt félagsskírteini | Stafænt félagsskírteini |
Aðgangur að sérstökum viðburðum | – | – |
– | – | Ókeypis skoðunarferð um Stamford Bridge, ekki á leikdegi |
Ýmsir afslættir og tilboð, t.d. Club shop eVoucher á GBP 15.-, 2 fyrir 1 í skoðunarferðir um Stamford Bridge, 20% afsláttur á gistingu á Chelsea hótelinu ef ekki er fullbókað og 10% afsláttur á veitingum á Frankie´s Sport Bar, ekki á leikdögum. | Gjafapakki (The club will not be responsible for any customs or similar import/export charges payable in relation to any goods sent to a member. Payment of such charges will be the responsibility of the member). |
Kostnaður aðildar og greiðsla árgjalds
True Blue Membership: Kr. 11.000.-
CFC Blue Membership: Kr. 8.500.-
Junior Blues Membership: Kr. 8.500.-
Árgjöld greiðast inn á:
Reikning 0133-15-200166
Kennitala 690802-3840
Gjafapakkarnir verða sendir til viðkomandi eftir 1. október 2025.
Athugið að stjórn Chelsea-klúbbsins á Íslandi tekur enga ábyrgð á að gjafapakkarnir skili sér til viðkomandi, verði einhver misbrestur þar á verður viðkomandi félagsmaður (eða forráðamaður) að eiga um það sjálfur við Chelsea Football Club.
Fyrirvari er á upphæðum árgjalda með tilliti til gengis íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu, verði miklar breytingar þar á áskilur stjórn Chelsea klúbbsins sér rétt til að hækka árgjöldin eftir atvikum.
Vertu með!