Gabríel og skrýtna konan

Nýlega kom út barna- og unglingabókin Gabríel og skrýtna konan eftir Guðna Reyni Þorbjörnsson, en hann er grjótharður stuðningsmaður Chelsea FC.

Guðni Reynir Þorbjörnsson er ungur að árum, fæddur í marsmánuði 1989, uppalinn að Miðengi í Grímsnesi og er bókin um Gabríel og skrýtnu konuna frumraun hans á ritvellinum.
Guðni Reynir hefur verið dauðtryggur fylgismaður Chelsea Football Club og félagi í Chelsea-klúbbnum nánast frá barnsaldri, nokkrar eru ferðirnar hans orðnar á leiki með Chelsea á Stamford Bridge og næsta víst að þeim er hvergi lokið.

 

Bókin sjálf er á tilboðsverði til félaga í Chelsea-klúbbnum og annarra áhugasamra og kostar aðeins kr. 2.800.- sem greiðast inn á bankareikning 0322-26-004595, kennitala 430320-0330 en tekið er við pöntunum á netfangi oliver@leobokautgafa.is

Sendingarkostnaður er innifalinn í ofangreindri upphæð.

bokin

Um bókina

Þegar Gabríel og vinir hans byrja að stunda draumfarir þar sem þau upplifa öll einn og sama drauminn, rekast þau á skrýtna konu sem vekur forvitni þeirra. Skrýtna konan fylgir Gabríel og vinum hans inn í draumaheimana, sem byggðir eru af íslenskum þjóðsagnaverum. Gabríel er mikið í mun að komast að því hver þessi skrýtna kona er og hvaða tilgangi hún þjóni. En þegar draumfarir Gabríels og vina hans byrja að blandast saman við hin dulrænu öfl, getur atburðarásin leitt til ófyrirsjáanlegra afleiðinga.

 

Við látum til gamans fylgja nokkrar myndir frá einni af ferðum Guðna Reynis á Stamford Bridge, væntanlega óþarfi að kynna það ágæta fólk sem sjá má á myndunum.

image002 2

image003 1

image004

Upp