Fréttamolar: Deildarbikar, Evrópudeild o.fl.

Nokkrir fréttamolar úr herbúðum Chelsea og Chelsea klúbbsins:

Deildarbikar (Carabao Cup)

Chelsea mun mæta lærisveinum Frank Lampards í Derby County í fjórðu umferð deildabikarsins og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 30. október n.k. Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur, nánar tiltekið til og með fimmtudagsins 4. október 2018.

Evrópudeild (Europa League)

Dregið hefur verið í riðla í Evrópudeildinni og verða andstæðingar okkar manna lið PAOK Thessaloniki (Grikkland), BATE Borisov (Hvíta-Rússland) og MOL Vidi FC (Ungverjaland). Riðlakeppnin hefst fimmtudagskvöldið 20. september og lýkur svo fimmtudagskvöldið 13. desember, niðurröðun leikja liggur nú fyrir og má sjá hana undir liðnum Chelsea FC (Allir leikir og úrslit) hér á heimasíðunni.

Aðalfundur

Aðalfundur Chelsea klúbbsins verður væntanlega haldinn á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 4. nóvember n.k. en þann dag mun Chelsea fá Crystal Palace í heimsókn á Stamford Bridge, hefst leikur liðanna kl. 16:00 og verður í beinni útsendingu á Grand Hótel að loknum aðalfundi. Aldrei að vita nema að bryddað verði upp á nýungum í tengslum við fundinn (sunnudagsfundur í sjálfu sér nýung), nánari fréttir um aðalfund er nær dregur.

Chelsea fatnaður

Því miður er nú ljóst að “íslenski” Chelsea fatnaðurinn sem sum ykkar hafa pantað og greitt fyrir verður ekki tilbúinn til afhendingar fyrr en í októbermánuði, hvenær nákvæmlega er ekki vitað að svo stöddu. Vonandi fer að líða að því að varningurinn verði tilbúinn til afhendingar, það hefur dregist fram úr hófi svo ekki sé meira sagt.

Upp