Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir er með flotta ferð í fótboltaskóla Chelsea í ágúst. Knattspyrnuskóli Chelsea FC í London er frábær fótboltaskóli fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Á þessu námskeiði er gist í Licensed Victuallers School en sá skóli er rétt fyrir utan London. Það er íslenskur þjálfari sem fer með hópnum en það er æskilegt að krakkarnir kunni einhverja ensku. Þeir þjálfarar sem sjá um þessi námskeið eru sprenglærðir þjálfarar en þeir eru allir með FA/UEFA réttindi. Námskeiðið hefst mánudaginn 17. ágúst og því lýkur föstudaginn 21. ágúst.
Ferðin kostar frá 199.900 krónur á mann. Innifalið í verðinu er flug með WOW air til London, ferðir til og frá æfingasvæðinu, íslensk fararstjórn, gisting í 4 nætur í Caterham School og fullt fæði á námskeiðinu og 5 daga námskeið í knattspyrnuskóla Chelsea FC. Einnig er innifalið í verðinu æfingagalli frá Chelsea FC. Flogið er með WOW air til London Gatwick mánudaginn 17. ágúst klukkan 6:45. Þaðan er farið beint í Licensed Victuallers School en það tekur 45-55 mínútur að keyra frá flugvellinum í skólann. Svo er flug til Íslands föstudaginn 21. ágúst klukkan 20:40 með WOW air. Starfsmaður Gaman Ferða fer út með hópinn og kemur aftur með honum heim til Íslands.
Allar nánari upplýsingar um ferðina er að finna hér – http://gaman.is/ferdhir/fotboltaskolar?task=view_event&event_id=446
Einnig er hægt að hringja í síma 560-2000 eða senda póst á thor@gaman.is.