FA Cup – miðar á úrslitaleikinn

Þar sem úrslitaleikurinn í FA Cup ( Chelsea vs Manchester United) fellur ekki undir forkaupsréttar okkar á miðakaupum verður mjög erfitt fyrir okkur að fá miða á þennan leik fyrir okkar félagsmenn.

Það er ljóst að þegar miðar fara í sölu til félagsmanna mun Chelsea krefjast það margra Loyalty punkta að líkast til munu örfáir af okkar félögum eiga þar einhverja möguleika.

Við munum að sjálfsögðu gera allt sem í okkar valdi stendur til að útvega áhugasömum miða en getum ekki ábyrgst að það skili árangri.

Sakar ekki að senda okkur beiðni, við bíðum eftir tilkynningu frá Chelsea um fyrirkomulag miðasölu og punktafjölda sem krafist verður, þá sjáum við betur hvaða möguleikar verða í stöðunni.

Annars vekjum við athygli á að Gaman Ferðir bjóða upp á pakkaferð á þennan leik, sjá nánar á www.gaman.is

 

Upp