Erfiður leikur að baki gegn Sheffield United

Thom­as Tuchel seg­ir að mik­il þreytu­merki hafi verið á hans liði í bik­ar­sigr­in­um gegn Sheffield United í gær, en liðið hafi kom­ist í gegn­um erfiðan kafla eft­ir að hann tók við og sé búið að ná tveim­ur mark­miðum. Eftirköst álagsins þegar Chel­sea sló Atlético Madrid út í Meist­ara­deild Evr­ópu á miðviku­dags­kvöldið báru glögglega merki um þreytu. 

Chel­sea er nú tap­laust í fjór­tán leikj­um frá því að Þjóðverj­inn tók við af Frank Lamp­ard. „Ég fann að það var þreyta í liðinu eft­ir leik­inn gegn Atlético en um leið mik­ill létt­ir, og það var mjög eðli­legt. And­lega var þetta gríðarlega stórt gegn Atlético,“ sagði Tuchel við Sky Sports.

„Þegar við mætt­um til leiks í gær var ég ekki hundrað pró­sent viss um að við gæt­um haldið áfram af sömu keyrslu og áður. Ég sagði liðinu fyr­ir leik­inn að hafa ekki of mikl­ar vænt­ing­ar um frammistöðuna. Taka leik­inn al­var­lega, fara eft­ir smá­atriðunum en ekki bú­ast við ein­hverj­um stór­leik. Við byrjuðum vel en misst­um svo tök­in á leikn­um, misst­um ein­beit­ing­una og takt­inn, og vor­um lengi í vand­ræðum. Þeir fengu tvö dauðafæri og við slupp­um vel með að halda hreinu, en það er hægt að út­skýra þetta á marg­vís­leg­an hátt.

Mark­mið okk­ar í fyrstu fjór­tán leikj­un­um var að kom­ast í átta liða úr­slit Meist­ara­deild­ar­inn­ar og á Wembley í bik­arn­um og við höf­um náð hvoru tveggja, þannig að liðið á mikið hrós skilið,“ sagði Thom­as Tuchel.

Upp