UEFA hefur ákveðið leikdaga og leiktíma í viðureignum Chelsea Women vs FC Bayern Munchen Ladies í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Fyrri leikur liðanna mun fara fram á FC Bayern Campus í Munchen sunnudaginn 25. apríl og hefst hann kl. 15:00 að íslenskum tíma.
Seinni viðureign liðanna fer svo fram viku síðar á Kingsmeadow, þ.e. sunnudaginn 2. maí og hefst kl. 11:30 að íslenskum tíma.
Þessi niðurröðun UEFA þýðir að finna þarf nýjan leikdag fyrir stórleik Manchester City Women vs Chelsea Women sem fyrirhugaður var sunnudaginn 25. apríl, nánar um það síðar sem og sjónvarpsútsendingar frá þessum leikjum