Chelsea Women í beinni

Þar sem áhugi fyrir hinu magnaða kvennaliði Chelsea Football Club hefur farið mjög vaxandi að undanförnu er ekki úr vegi að vekja athygli á að fyrstu fimm leikir liðsins í Barclays Women Super League (WSL) á komandi keppnistímabili verða allir sýndir beint á breskum sjónvarpsstöðvum en liðið vann alla þá titla sem í boði voru á Englandi á síðasta keppnistímabili, getur reyndar bætt einum titli við þar sem enska bikarkeppnin 2020-2021 hjá kvennaliðunum klárast ekki fyrr en í desember n.k.!

Leikirnir fimm sem um ræðir eru þessir:

  • Arsenal vs Chelsea, fer fram á The Emirates sunnudaginn 5. september og hefst kl. 11:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Chelsea vs Everton, fer fram á Kingsmeadow sunnudaginn 12. september og hefst kl. 11:30, sýndur beint á BBC.
  • Manchester United vs Chelsea, fer fram á Leigh Sport Village Stadium sunnudaginn 26. september og hefst kl. 11:30, sýndur beint á BBC 2.
  • Chelsea vs Brighton & Hove Albion, fer fram á Kingsmeadow laugardaginn 2. október og hefst kl. 10:30, sýndur beint á SKY SPORTS.
  • Chelsea vs Leicester City fer fram á Kingsmeadow sunnudaginn 10. október og hefst kl. 11:30, sýndur beint á SKY SPORTS.

Við munum gera Chelsea Women betri skil er nær dregur keppnistímabili þeirra.

Upp