Chelsea mætir Leicester City í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar (FA Cup) og fer leikur liðanna fram á Stamford Bridge sunnudaginn 17. mars n.k. og hefst hann kl. 12:45, sýndur beint á BBC One.
Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða kl. 08:00 mánudaginn 4. mars.
Verð miða verður samkvæmt Category C en upplýsingar þar um má finna á www.chelseafc.com – Tickets & Hospitality – Ticket Information – Ticket Prices.
Einungis er tekið við miðapöntunum á netfangi chelsea@chelsea.is.
Meistarakveðja,
Stjórnin.