Keppni: Úrvalsdeildin – 3. umferð
Tími, dagsetning: Laugardagur 29. ágúst kl: 11:30
Leikvangur: Stamford Bridge, Lundúnir
Dómari: Robert Jones
Hvar sýndur: Sýn Sport
Upphitun eftir: Hafstein Árnason

Þessi gjörningur leysti þá Alejandro Garnacho úr læðingnum í Manchester. Þessi breyski drengur hefur beðið eftir Chelsea í allt sumar. Hann hefur hunsað öll önnur gylliboð, meðal annars úr eyðimörkinni. Það verður að segjast, að slíkt trygglyndi er ekki algengt. Mynd af honum í ferðalagi með fjölskyldu sinni var birt á Reddit þræði sem sýnir hann sem ungan dreng í Chelsea jakka. Hann er þá Chelsea lad eftir allt saman? Það breytir ásýnd aðdáenda á Garnacho myndi maður áætla. Manchester United settu upphaflega 60 milljón punda verðmiða á Garnacho, en úr varð að talan er 40 milljónir + 10 milljón evra söluklásúla, og sjö ára samningur. Þessi kaup núllast því nánast út á móti sölunni á Nkunku, en þrátt fyrir það, og fullri hreinskilni er Garnacho að koma á býsna góðu verði – miðað við alla verðbólguna sem hrjáir deildina.

En hvað með Xavi Simons? Milli Chelsea og Xavi Simons er allt klappað og klárt. Hann fékk leyfi til að fljúga til London er klár. Hinsvegar eru Austur Þjóðverjarnir í Leipzig eitthvað erfiðir, eins og þeir vanalega eru við samningaborðið. Það sem verra er á þessari stundu, er að Tottenham hafa verið að snuðra um Leipzig og hafa lagt inn 60 milljón evra tilboð til þeirra (51 milljón punda), en Leipzig settu 70 milljón evra verðmiða, eftir að hafa keypt af hann á 50 milljón evra frá PSG. Það er sagt að það sé stutt á milli sáttmála milli Tottenham og RB Leipzig, en Tottenham eiga eftir að semja við leikmanninn. Xavi Simons hefur rétt eins og Garnacho, vísað öðrum tilboðum frá hingað til og verið með fókusinn á Stamford Bridge. Það vakti því ákveðna furðu að erindrekar á vegum Chelsea fóru að heyra í umboðsmönnum Fermín Lopez, leikmanni Barcelona. Sá piltur er 22 ára og hefur skorað 14 mörk í 60 leikjum. Matt Law, blaðamaður Daily Telegraph taldi nokkuð víst að Chelsea muni taka annan hvorn leikmanninn. Málin væntanlega skýrast betur þegar nær dregur helginni. Þetta er svo sjálfsgöðu líka háð þeirri staðreynd að Nicolas Jackson er að fara,en Chelsea vilja selja leikmanninn, en flest liðin hafa verið að ota lánstilboðum við litla hrifningu stjórnar Chelsea. Bayern München eru þó fremstir í röðinni, en lið eins og Aston Villa, Newcastle og Juventus eru einnig að kanna stöðuna á Jackson. Það er löngu ljóst að hann fer, en þetta er spurning útfærsluna. Chelsea hafa einnig beðið eftir því hvernig mál Alexander Isak munu ráðast, gefið að Newcastle myndu þá líklega henda inn kauptilboði, en sú staða er óljós eftir að félagið klófesti Nick Woltemade frá Stuttgart. Tottenham munu því róa öllum árum við að klára Xavi Simons helst í dag (föstudag 29.), en þetta veltur alfarið hvað Xavi Simons raunverulega vill.Axel Disasi virðist vera á leiðinni til Bournemouth og þar er talað um lán frekar en kaup. Lítið er að frétta af öðrum leikmönnum eins og Raheem Sterling, Ben Chilwell og Alfie Gilchrist. Sterling hefur einungis verið orðaður við Fulham, á meðan Chelsea hefur sett 5 milljón punda verðmiða á Gilchrist sem lið í Championship hafa verið að athuga í allt sumar en ekkert gerist. Hlutabréfin í Ben Chilwell falla með hverjum deginum og lítill áhugi er á honum. Það er ekki hægt að spandera lánsplássi erlendis í hann, og enginn klúbbur í Úrvalsdeildinni hefur sýnt áhuga. Það eina sem við hjá CFC komumst næst að, er að Frank Lampard er að kanna málin hvort Chilwell gæti spilað fyrir Coventry í Championship deildinni. Tyrique George er svo síðasta atriðið í sölumálum, þar sem Chelsea hafa sett 30 milljón evra og háa söluprósentu sem verðmiða á George sem hefur kælt áhuga Roma eitthvað niður, en það er þó ekki útilokað að þeir klúbbar komist að einhverri niðurstöðu. Það kemur ekki til greina að lána Tyrique George, en hann hefur sjálfur metnað til að fá reglulegar mínútur. Það leiðir okkur að öðru vandamáli, þar sem Cobham leikmenn eru að flæða frá okkur vegna takmarkaðra tækifæra til að spila. Þetta veldur ákveðnum erfiðleikum, þar sem við beinlínis misstum af Rio Ngumoha frá Chelsea til Liverpool árið 2024. Það var ekki hægt að semja um laun sem sprengja launastrúktúrinn, og Rio var ekki sannfærður um þá leið sem Chelsea buðu honum, í átt að aðalliðinu. Það var aðalástæðan að hann samdi við Liverpool var sú að þeir buðu honum betra plan að sínu aðalliðinu. Þar sem leikmenn þurfa að vera 17 ára til að geta gert atvinnumannasamning við félög, þá var hann ekki bundinn félaginu og gat þar af leiðandi farið annað. Hinsvegar eru Chelsea að sækja bætur í gerðardóm PFCC (Professional Football Compensation Comitee). Liverpool þurftu til að mynda greiða 4.3 milljón punda til Fulham þegar þeir fengu Harvey Elliot. Það er því eðlilegt að Chelsea muni sækja slíka upphæð til Liverpool í gegnum gerðardóminn. Horfandi á eftir hæfileikaríkum ungum leikmönnum eins og Rio Ngumoha er helvíti svekkjandi, en það eru fleiri á leiðinni. Reggie Walsh hefur þegar fengið mínútúr hjá okkur og í U18 liðinu er hinn marokkóski Messi, Ibrahim Rabbaj. Þarna verður félagið að tryggja slíkir hæfileikaríkir einstaklingar sjái sér leik á borði að gera atvinnumannasamninga við Chelsea. Hinsvegar, samningar sem 17 ára leikmenn mega skrifa undir eru að hámarki þrjú ár samkvæmt reglum. Það er því ákaflega mikilvægt fyrir Chelsea að geta balanserað hópinn með þeim hætti, að nýjir keyptir leikmenn, taki ekki of mikið pláss, á kostnað ungra og efnilegra leikmanna, sérstaklega þegar Chelsea spilar í meistaradeildinni.
Og talandi um þá ágætu deild, þá var dregið í þeirri deild í dag. Chelsea fær heimaleiki gegn Barcelona, Benfica, Ajax og Pafos frá Kýpur. Útleikirnir verða við Bayern München, Napoli, Atalanta og Qarabag frá Azerbaidsjan. Það kemur í ljós á laugardaginn hvernig leikjaröðunin verður, en Chelsea klúbburinn er að skipuleggja ferð á fyrsta heimaleikinn. Þið getið lesið allt um það í facebook grúppunni Chelsea FC á Íslandi. Það er skilyrði að vera meðlimur í Chelseaklúbbnum til að komast í þá ferð, einn miði á mann.



Það var hreint með ólíkindum þar sem menn voru ekki að elta leikmenn til baka og markvörðurinn í West Ham er einhver dönsk pulsa. Greyið Graham Potter leit út fyrir að vera út eins ráðvilltur og hann var með 40 leikmenn á æfingu hjá Chelsea. Það er ekki laust við það, að honum er mikil vorkunn. Gengi West Ham undir hans stjórn hefur verið einn grískur harmleikur. Það er því ráðlegt að draga ekki of miklar ályktanir af frammistöðu Chelsea í þessum leik, þótt það var ákaflega þægilegt að mæta West Ham á útivelli, einmitt á þessum tíma. Nágrannaslagir í Lundúnum eiga það til, í sögulegu samhengi að vera býsna erfiðir. Við erum einmitt í miðri törn Lundúnslaga og næst á dagskrá eru nágrannar okkar í Fulham.Fyrir leikinn er Cole Palmer og Romeo Lavia tæpir, og því harla ólíklegt að þeir taki þátt. Badiashile verður ekki klár fyrr en einhvertímann í september. Fulham eru enn undir stjórn Marco Silva og hafa gert 1-1 jafntefli síðustu tveimur leikjum gegn Brighton og Manchester United. Það sérstaka við Fulham er að þeir hafa ekki fengið neinn einasta leikmann til sín, en Willian fór frá þeim. Það kann að breytast áður en glugginn lokast en fyrir leikinn gegn Chelsea mætti reikna með nánast sama liðið og lék gegn Manchester United. Hinsvegar lék liðið í Deildarbikarnum í vikunni og slógu út Bristol City 2-0. Raul Jimenez var þar á skotskónum. Hópurinn var með nokkrum breytingum frá leiknum við United, en ekkert stórvægilegt. Chelsea koma því alveg úthvíldir í leikinn á meðan Fulham spanderaði orkunni á Bristol City. Það verður hinsvegar að segjast að þetta lið er líklegt til að sitja djúpt á vellinum og beita skyndisóknum. Það reynist þó mikil áskorun fyrir Enzo Maresca. Við töpuðum fyrir þeim á annan í jólum í fyrra 1-2 þar sem Muniz skoraði í blálokin. Chelsea vann svo seinni leikinn í vor, þar sem Alex Iwobi skoraði á 20′ mínútu leiksins, og Tyrique George jafnaði leikinn á ’83. Það var svo eftirminnilega bombumark Pedro Neto sem kláraði þann leik í uppbótartíma.
Hvað er það sem við viljum sjá? Við þurfum að sjá árangur gegn svona liðum. Maresca þarf að girða sig í brók og leysa low-block gátuna, í eitt skipti fyrir öll. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Estevao reiðir af. Fyrir það fyrsta þarf Chelsea að komast yfir í leiknum og draga Fulham uppúr sínu greni í vítateignum. Mörkin sem komu úr föstum leikatriðum gegn West Ham vekja von í brjósti að áhættur í þeim atriðum skili sér í mörkum. Það er okkar einlæga ósk að Chelsea tæti þetta Fulham lið í sundur með hraða og áræðni. Hægt tempó, rólegt spil og allt í þeim anda verður okkur til vandræða. Líklegt byrjunarlið verður Sanchez í markinu. Cucurella í vinstri, Reece James í hægri. Tosin og Chalobah miðverðir. Enzo og Caicedo á miðjunni. Pedro Neto á vinstri kantinum, Estevao á hægri, Joao Pedro verður í holunni og Liam Delap upp á topp. Þessi leikur fer vonandi 4-0 þar sem öll framlínan skorar eitt mark á haus. Við þurfum statement sigur gegn lágblokkinni.
Munið svo kæru lesendur að skrá ykkur í Chelsea klúbbinn. Verið með í ferðinni okkar.
Allar leiðbeiningar eru á www.chelsea.is Áfram Chelsea!
Birt með góðfúslegu leyfi cfc.is
https://www.cfc.is/post/chelsea-gegn-fulham