Chelsea FC Evrópumeistarar

Chel­sea vann í gær­kvöld fjór­tánda Evr­ópu­meist­ara­titil enskra fé­lagsliða í knatt­spyrnu í karla­flokki á 54 árum, eða frá því Manchester United lyfti Evr­ópu­bik­arn­um fyrst enskra liða árið 1968.

Af þess­um fjór­tán titl­um hef­ur Li­verpool unnið sex, Manchester United þrjá, Nott­ing­ham For­est tvo, Chel­sea tvo og Ast­on Villa einn. Til viðbót­ar hafa Leeds, Arsenal, Totten­ham og nú Manchester City leikið til úr­slita um Evr­ópu­meist­ara­titil­inn en orðið að láta sér nægja silf­ur­verðlaun­in.

Leik­menn og stuðnings­menn Chel­sea fögnuðu að von­um gríðarlega á Dreka­völl­um í Porto, sem og í miðborg Porto og í Vest­ur-London, eft­ir sig­ur­inn á Manchester City eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um.
2
Í miðborg Porto fögnuðu stuðnings­menn Chel­sea með upp­blásna út­gáfu af Evr­ópu­meist­ara­bik­arn­um. AFP
3
Edou­ard Men­dy er fyrsti afr­íski markvörður­inn sem verður Evr­ópu­meist­ari í fót­bolta og hann lyfti bik­arn­um fyr­ir fram­an fé­laga sína á Dreka­völl­um. AFP
4
Ces­ar Azpilicu­eta sýndi sex þúsund stuðnings­mönn­um Chel­sea á vell­in­um í Porto Evr­ópu­bik­ar­inn. AFP
5
Varn­ar­maður­inn Ant­onio Rüdiger faðmaði stuðnings­menn Chel­sea á vell­in­um eft­ir leik­inn. AFP
6
Thom­as Tuchel knatt­spyrn­u­stjóri Chel­sea smellti kossi á Evr­ópu­bik­ar­inn. AFP

Upp