Það var ekki síðri leikur en á laugardaginn þegar Chelsea Women og Manchester City Women mættust í úrslitum ensku bikarkeppninnar (Vitality Cup) á Wembley Stadium. Dömurnar stóðust prófið og kláruðu leikinn með miklum glæsibrag.
Chelsea Women eru enskir bikarmeistarar í fjórða sinn, tvö mörk frá Sam Kerr og draumamark frá Erin Cuthbert gerðu út um leikinn þegar liðin áttust við í æsispennandi úrslitaleik fyrir framan tæplega 50 þúsund áhorfendur sem er metaðsókn á leik kvennaliða í ensku bikarkeppninni.
Liðin tvö hafa verið yfirburðalið í nútímasögu þessarar keppni, unnið síðustu sex úrslitaleiki keppninnar en þetta var dagur Chelsea þegar við bættum FA bikarnum við Englandsmeistaratitilinn sem vannst í síðustu viku.
Þetta var klassískur úrslitaleikur og bauð upp á mikla skemmtun og spennu. Chelsea komst tvisvar yfir í leiknum, staðan 1-1 í leikhléi en 2-2 að loknum venjulegum leiktíma og hafði Manchester City jafnað í blálokin í báðum hálfleikjum. Chelsea hafði svo betur í framlengingu, settu þá eitt mark gegn engu.
Það var Kerr sem opnaði markareikningin. Millie Bright var arkitektinn að markinu eftir furðulega fyrirgjöf frá hægri sem gæti hafa farið inn hvort sem er, þar sem Ellie Roebuck misreiknaði sig hrikalega. Kerr var á réttum stað til að leggja lokahöndina með lítilli snertingu rétt við markstöngina. Þetta er fjórði enski úrslitaleikurinn í röð sem Ástralinn skorar í, þar á meðal tvö í desember þegar við unnum Arsenal og lyftum FA bikarnum.
City kom hins vegar hressilega til baka og jafnaði fyrir hálfleik með góðu marki frá Lauren Hemp sem fékk sendinguna frá Bright. Óverjandi fyrir Ann-Katrin Berger.
Þá var komið að Erin Cuthbert að skora draumamark af 25 metra færi. Hún fékk lítinn tíma og aðþrengd varnarmönnum City skoraði sú skoska og Þvílíkt mark frá Erin Cuthbert!
Þetta var mark sem var vel þess virði að útkljá svona skemmtun, City jafnaði hins vegar á lokamínútu venjulegs leiktíma er varamaðurinn Hayley Raso laumaði sér aftur fyrir varnarlínu Chelsea og tryggði sínu liði framlengingu.
Eftir að hafa tapað úrslitaleik Meginlandsbikarsins (Continental Cup) gegn Manchester City fyrr á keppnistímabilinu settu leikmenn Chelsea og Manchester City á svið einn sögulegasta leik enska kvennaboltans þar sem 49.094 áhorfendur mættu á Wembley Stadium. Þetta markar nýtt met í úrslitaleik FA bikars kvenna.
Lokaflautið gall og staðfesti Chelsea Women sem sigurvegara FA bikarsins í fjórða sinn. Einhvern veginn höfðu leikmenn enn næga orku til að fagna eftir erfiðar 120 mínútur. Þær höfðu lagt sig alla fram, framleitt sjónarspil sem sýndi það besta úr kvennaleiknum og staðfesti stöðu þeirra sem yfirburðalið á Englandi.