Bruce Buck, formaður knattspyrnufélagsins Chelsea til 19 ára, hefur ákveðið að stíga niður úr sínu hlutverki um mánaðarmótin. Hann verður þó áfram hjá félaginu sem ráðgjafi.
Síðan Buck tók við sem formaður hefur Chelsea orðið að stórveldi í knattspyrnu. Á hans tíma vann karlalið Chelsea 18 titla og kvennaliðið 12. Hann hjálpaði einnig við að koma unglingastarfinu í gang, en þaðan hafa komið leikmenn eins og John Terry, Mason Mount og Reece James.
Buck er stoltur af tíð sinni hjá Chelsea.
„Ég er stoltur að hafa átt þátt í velgengni Chelsea inn á vellinum sem að utan. Nú er hinsvegar rétti tíminn fyrir mig til að stíga niður og leyfa nýju eigendunum að byggja frá þeirra sjónarhorni. Ég hlakka til að hjálpa þeim að aðlagast ásamt okkar mögnuðu leikmönnum og starfsfólki,“ sagði Buck við heimasíðu Chelsea.
Fjárfestahópur leiddur af bandaríska viðskiptamanninum Todd Boehly tók yfir Chelsea í lok maí eftir að Roman Abramovich, fyrrum eigandi, þurfti að selja félagið útaf stríði Rússlands og Úkraínu.
Orðrómur að Marina muni einnig stíga til hliðar er sterkur.