Loksins liggja fyrir upplýsingar um fyrstu sjónvarpsútsendingar frá leikjum í Úrvalsdeildinni ensku og gilda þær fram í endaðan septembermánuð. Fjórir af leikjum Chelsea verða færðir til vegna þessa frá áður auglýstri leikjaskrá og eru breytingarnar sem hér segir:
- Chelsea v West Ham United, fer fram á Stamford Bridge mánudagskvöldið 15. ágúst og hefst kl. 19:00, sýndur beint á SKY SPORT.
- Swansea City v Chelsea, fer fram á Liberty Stadium í Swansea sunnudaginn 11. september og hefst kl. 15:00, sýndur beint á SKY SPORT.
- Chelsea v Liverpool, fer fram á Stamford Bridge föstudagskvöldið 16. september og hefst kl. 19:00, sýndur beint á SKY SPORT.
- Arsenal v Chelsea, fer fram á Emirates laugardaginn 24. september og hefst kl. 16:30, sýndur beint á BT SPORT.
- ÞÁ hefur leik Chelsea v Manchester United er fram átti að fara á Stamford Bridge laugardaginn 22. október verið frestað um óákveðinn tíma vegna þátttöku Manchester United í Evrópudeildinni.
Forkaupsréttur okkar á tvo fyrstu heimaleiki Chelsea, þ.e. Chelsea v West Ham United og Chelsea v Burnley, er mjög skammur eða til sunnudagsins 10. júlí n.k.
Nánari upplýsingar má fá í síma 864 6205.