Breytingar á leikdögum

Ágætu félagar!
Loksins hafa ensku sjónvarpsstöðvarnar komið sér saman um útsendingar frá leikjum í Úrvalsdeildinni og hafa endanlegir leikdagar allt til enda nóvember nú verið gefnir út.

Skemmst er frá því að segja að sjö af leikjum Chelsea á þessu tímabili hafa verið færðir til og má sjá þá leiki hér á eftir:

  • BURNLEY V CHELSEA – Mánudagur 18. ágúst 2014, klukkan 19:00, sýndur beint á Sky Sports.
  • EVERTON V CHELSEA – Laugardagur 30. ágúst 2014, klukkan 16:30, sýndur beint á Sky Sports.
  • MANCHESTER CITY V CHELSEA – Sunnudagur 21. september 2014, klukkan 15:00, sýndur beint á Sky Sports.
  • CHELSEA V ARSENAL – Sunnudagur 5. október 2014, klukkan 13:05, sýndur beint á Sky Sports.
  • MANCHESTER UNITED V CHELSEA – Sunnudagur 26. október 2014, klukkan 16:00, sýndur beint á Sky Sports.
  • LIVERPOOL V CHELSEA – Laugardagur 8. nóvember 2014, klukkan 12:45, sýndur beint á BT Sport.
  • SUNDERLAND V CHELSEA – Laugardagur 29. nóvember 2014, klukkan 17:30, sýndur beint á Sky Sports.

Minnum svo á að óðum styttist sá frestur er félagsmenn hafa til að endurnýja og tryggja sér hina dýrmætu 5 tryggðarpunkta er Chelsea mun krefjast ef viðkomandi á að eiga möguleika á miðum á leiki Chelsea gegn Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham Hotspur fyrir tilstilli stjórnar Chelsea klúbbsins.

Gildir þetta einnig um forkaupsréttinn á útileikjum Chelsea gegn ofantöldum liðum sem og útileikjum gegn Crystal Palace, Queens Park Rangers og West Ham United.

Ef þú ert í vafa um hvort þú ert búinn að greiða árgjaldið og vinna þér inn punktana fimm þá bara kíktu á Chelsea.is (Chelsea klúbburinn – Félagatal), ef nafnið þitt er ekki að finna þar áttu einfaldlega eftir að endurnýja!

Baráttukveðja,

Stjórnin.

P.S. Frestur til að tryggja sér punktana er til og með 25. júlí n.k.

Upp