Chelsea mætir Brighton & Hove Albion í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og fer leikur liðanna fram á Amex Stadium í Brighton laugardagskvöldið 8. febrúar og hefst hann kl. 20:00, sýndur beint á ITV4.
Forkaupsréttur okkar á miðum á þennan leik er mjög skammur eða til og með miðnættis sunnudaginn 19. janúar n.k., miðakaup færa kaupendum 5 Loyalty punkta.
Verð miða liggur hins vegar ekki fyrir enn sem komið er.
Eingöngu er tekið við miðapöntunum á netfangi chelsea@chelsea.is
Þess má geta að liðin mætast aftur á sama stað sex dögum síðar, þ.e. föstudagskvöldið 14. febrúar kl. 20:00 og þá í Úrvalsdeildinni, sá leikur verður sýndur beint á SKY SPORTS